Hættu við að fella breytingatillögu Jóns

Skondið atvik átti sér stað í þingsal Alþingis í dag þegar greiða átti atkvæði um breytingatillögu frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Þegar að atkvæðagreiðslunni kom tóku stjórnarliðar að greiða atkvæði gegn breytingatillögunni, sem var í nafni Jóns Þórs, sem var framsögumaður málsins. 

Jón Þór óskaði eftir að fá að skýra atkvæði sitt og útskýrði að tillagan væri gerð að ósk dómsmálaráðuneytisins og að einungis væri um örlitla orðalagsbreytingu að ræða. 

Á meðan Jón útskýrði þetta tóku atkvæðagreiðsluljós þingmanna að breytast í græn, sem fyrir voru rauð. 

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kom einnig upp í atkvæðaskýringu og vakti á því athygli að stjórnarþingmenn virtust einungis hafa greitt atkvæði gegn tillögunni þar sem hún kom frá Jóni. 

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert