Gömlu myndlyklarnir loks á útleið

Breytingar. Ekki er lengur nauðsynlegt að nota gömlu góðu afruglarana.
Breytingar. Ekki er lengur nauðsynlegt að nota gömlu góðu afruglarana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Stóra breytingin er að nú þarf ekki lengur að kaupa þriðja tækið; Apple TV eða Chromecast,“ segir Eyjólfur Jóhannsson, vörustjóri hjá Origo, um nýjustu kynslóð snjallsjónvarpa.

Nú getur fólk klæðskerasniðið eigin upplifun á sínu notendaviðmóti snjallsjónvarpa og þarf ekki að sækja sjónvarpsefni í sérstök öpp mismunandi veitna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þá eru gömlu myndlyklarnir orðnir óþarfir. Það þýðir að auk þess að fólk spari sér peninga á því að hætta að leigja myndlykil losnar það við snúrufargan og umstang í kringum sjónvarpið sem og að aðeins þarf að nota eina fjarstýringu í stað margra áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »