Sumarsnjór og sæluhúsið enn í fönn

Hrafntinnusker. Snjór er upp á miðja veggi á skálanum í …
Hrafntinnusker. Snjór er upp á miðja veggi á skálanum í Hrafntinnuskeri,sem nú er verið að opna aftur eftir veturinn. Kuldakastið nú er óvænt.

Mikill snjór er enn á sunnanverðu hálendinu, svo sem í Hrafntinnuskeri, sem er við Laugaveginn svonefnda. Fannir vetrarins ná upp á miðja veggi skálans og bætt hefur á þær með snjókomu síðustu daga.

Aðstæður sem þessar eru ekki einsdæmi, hvort heldur litið er til staðar eða stundar nú um miðjan júní, að því er Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir í Morgunblaðinu í dag.

Í Hrafntinnuskeri er Höskuldarskáli, eitt fjögurra sæluhúsa FÍ á Laugaveginum. Þangað og í skálana í Landmannalaugum og Þórsmörk eru skálaverðir nú að mæta til sumarstarfa, en áður er búið að gera húsin klár í sumarnot. „Göngufólk lætur ekki snjóinn stoppa sig og þau fyrstu leggja á Laugaveginn 16. júní,“ segir Páll.

Víða á Norður- og Austurlandi er nú snjór í fjöllum, þótt hvergi hafi hlotist búsifjar af. Bændur telja þetta þó allt meinlaust, þótt eitthvað kunni að hægja á sprettu. Þetta skaði ekki heldur búpening, svo sem sauðfé, sem sé nánast allt enn á gjöf þótt sett hafi verið út í girðingarhólf. Sumarsnjó muni fljótt taka upp, rétt eins og á Jökuldal í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert