Verðbólga minni en spár voru um

Matarkarfan hefur síðustu tólf mánuði hækkað minna en vísitalan í …
Matarkarfan hefur síðustu tólf mánuði hækkað minna en vísitalan í heild. Mest hafa ávextir lækkað, eða um 5,4 prósent, og þar á eftir grænmeti, eða um 1,6 prósent. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent milli mánaða í júní og mælist verðbólga nú 4,4 prósent, segir í nýrri Hagsjá Landsbankans.

Þar segir að mestu áhrif á hækkunina hafði kostnaður við að búa í eigin húsnæði en það hækkaði um 0,7 prósent og hafði 0,12 prósent áhrif á vísitölu. Húsgögn, heimilisbúnaður og fleira hafði mestu áhrif til lækkunar, eða um neikvæð 0,07 prósenta áhrif.

Matarkarfan lækkar þvert á spár

Þá segir að vísitalan hafi hækkað minna en hagfræðingar Landsbankans áttu von á. Þeir hafi spáð 0,3 prósenta hækkun milli mánaða. Þá lækkaði matarkarfan en búist var við að hún myndi hækka.

Matarkarfan hefur síðustu tólf mánuði hækkað minna en vísitalan í heild. Mest hafa ávextir lækkað, eða um 5,4 prósent, og þar á eftir grænmeti, eða um 1,6 prósent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert