Hjólahvíslarinn leitar nú síns eigin hjóls

Hjólið sem var stolið af Bjartmari.
Hjólið sem var stolið af Bjartmari.

Bjartmar Leósson, sem hefur verið kallaður hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar við að hafa uppi á stolnum hjólum borgarbúa, hefur nú glatað sínu eigin hjóli. 

Hann óskar eftir liðsinni við að finna hjólið á Facebook-hópnum „Hjóladót tapað, fundið eða stolið“. Hjólinu var stolið í læstu anddyri hússins þar sem hann býr. 

„Það er skrítið að hjóli sé stolið frá manni sem er a segja öllum hvernig á ekki að láta stela hjólinu sínu,“ segir Bjartmar kíminn. 

Það sást til manns á því umm fimm leytið í morgun uppí Hlíðum. Nú rúntar maður bara á þessa venjulegu staði og sér hvort maður finni ekki eitthvað, á þeim stöðum sem maður hefur fundið hin hjólin. 

Lánaði lásinn sinn

Hjólinu var læst með áföstum lás. „Það vill þannig til að ég borgaði heilar tíu þúsund krónur fyrir mitt hjól á meðan félagi minn borgaði 270 þúsund fyrir rafmagns hlaupahjólið sitt og honum vantaði lás. 

Ég gef honum U-lásinn minn haldandi að ég hafi tíma til að kíkja í hjólabúð á næstunni og kaupa lás. Sú var ekki raunin en ég var hins vegar með áfastan lás á hjólinu og það er mikið vesen að stela þannig hjóli, þú þarft að halda á því í burtu og saga svo lásinn af,“ segir Bjartmar. 

Fjölmargir hafa þegar deilt færslunni, enda má ætla að Bjartmar eigi inni góðvild margra sem hann hefur komið til bjargar undanfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert