Sex tilkynningar um andlát í júní

Allir eru hvattir til að tilkynna grun um aukaverkanir vegna …
Allir eru hvattir til að tilkynna grun um aukaverkanir vegna bólusetninga. mbl.is/Arnþór Birkisson

Sex tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga við Covid-19 hafa borist Lyfjastofnun í júní.

Alls hafa 26 slíkar tilkynningar borist, flestar í janúar þegar elsti hópurinn var bólusettur hérlendis. 

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum frá Lyfjastofnun. 

Að svo komnu er ekkert bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur hvatt alla til að tilkynna grun um alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetninga við Covid-19. 

Eitt andlát eftir Janssen

Til dagsins í dag hafa 124 tilkynningar vegna gruns um alvarlega aukaverkun borist Lyfjastofnun. 

Skiptast þær svo: 

Comirnaty (BioNTech/Pfizer): 55 alvarlegar tilkynningar, þar af vörðuðu 21 andlát.

Spikevax (Moderna): 13 alvarlegar tilkynningar, engin þeirra varðaði andlát.

Vaxzevria (AstraZeneca): 52 alvarlegar tilkynningar, þar af vörðuðu 4 andlát.

COVID-19 Vaccine Janssen: 4 alvarlegar tilkynningar, þar af varðaði ein andlát. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert