Beina nemendum til Íslands

mbl.is/Ómar

Áætlanir norskra nemenda um að fara í skiptinám til Bandaríkjanna á næsta skólaári eru líklega út úr kortinu.

Ástæðan er sú að bandaríska sendiráðið í Noregi hefur verið með skerta starfsemi vegna heimsfaraldursins og hefur ekki burði til að forgangsraða nemendum í vegabréfaáritunum. Norska háskólablaðið universitetsavisa.no greinir frá þessu.

„Við vitum af þessu en það hefur enginn námsmaður leitað til okkar,“ sagði Ragnar Auðun Árnason, meðstjórnandi Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Hann bendir þá einnig á að samtökin séu hagsmunasamtök fyrir íslenska námsmenn sem stunda nám erlendis, þau hafi þó heyrt af þessu og reynt að ná tali af sendiráðinu vegna þessa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert