SAF efast um heimildir landeigenda til gjaldtöku

Ekkert kostar að ganga að gosstöðvunum. Hins vegar er krafist …
Ekkert kostar að ganga að gosstöðvunum. Hins vegar er krafist lendingargjalds af þyrlum á svæðinu mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) vara sterklega við gjaldtöku landeigenda af ferðaþjónustufyrirtækjum sem hafa birst síðustu vikur í ýmsu formi, m.a. í tengslum við eldgosið í Geldingadölum og umferð um land Hjörleifshöfða.

Þau telja vafa leika á lagastoð gjaldtöku í báðum tilfellum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SAF birti 30. júní þegar Sýslumaðurinn á Suðurnesjum setti lögbann, að beiðni eigenda jarðarinnar Hrauns, á lendingar Norðurflugs ehf. við gosstöðvarnar. Staðfestingarmál vegna lögbannsins verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness 14. júlí, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, sagði nokkur dæmi um að landeigendur hafi ákveðið að krefja ferðamenn eða ferðaþjónustufyrirtæki um gjald vegna umferðar um lönd í þeirra eigu. Slík mál hafi komið upp á undanförnum árum í Mývatnssveit, við Geysi, Kerið, á Sólheimasandi, við Kötlujökul, Hjörleifshöfða og nú síðast lögbannið á lendingar þyrlna Norðurflugs við eldgosið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert