Kostnaður aukist um 16,3 milljarða

Aukið umfang verkefnisins skýrir kostnaðarhækkun að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra …
Aukið umfang verkefnisins skýrir kostnaðarhækkun að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra opinbera hlutafélagsins Nýs Landspítala. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við nýbyggingar Landspítalans á Hringbraut muni nema 79,1 milljarði króna. Kostnaðarmatið hljóðaði upp á 62,8 milljarða króna árið 2017, uppfært til verðlags í desember síðastliðnum, og munar því 16,3 milljörðum króna.

Aukið umfang verkefnisins skýrir þessa breytingu að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra opinbera hlutafélagsins Nýs Landspítala. Stærsta byggingin, meðferðarkjarninn, verði sjötíu þúsund fermetrar að stærð í stað 53 þúsunda.

Einnig var tekin ákvörðun um að gera þá kröfu að húsið gæti staðið af sér mun öflugri jarðskjálfta en kveðið er á um í byggingarreglugerðum.

Verkefnið innan rammans

„Það er stöðugt verið að rýna áætlanir, bæði tíma- og kostnaðaráætlanir. Það er mikilvægt að birta stjórnvöldum allar breytingar en um leið að tryggja að verkefnið sé innan áætlunarrammans og verkefnin séu í samræmi við heimildir Alþingis,“ segir Gunnar í samtali við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert