Gosmóða yfir borginni

Gosmóða er yfir höfuðborgarsvæðinu. Myndin tekin við Rauðavatn, sem ber …
Gosmóða er yfir höfuðborgarsvæðinu. Myndin tekin við Rauðavatn, sem ber nafn með rentu um þessar mundir. mbl.is/Björn Jóhann

Núna mælist nokkur gosmengun á höfuðborgarsvæðinu, bæði bennsteinsdíoxið, SO2, og súlfatagnir, SO4. Gildin sem mælast eru ekki svo há að almenningi sé ráðlagt að halda sig innandyra en sé fólk viðkvæmt fyrir loftmengun getur það fundið fyrir einkennum svo sem sviða í hálsi og auknum astmaeinkennum.

Einnig mælist Veðurstofan til þess að ung börn sofi ekki úti í vagni. Gosmóðan sem nú er yfir borginni kemur ekki beint af gossvæðinu heldur er eldri gasmökkur sem verið hefur fyrir utan land en komið aftur upp að landi með vestanáttinni. Í dag hefur verið mjög hægur vindur  á höfuðborgarsvæðinu og er þá hætt við að móðan staldri við.

Fólki er bent á að skoða síðu Umhverfisstofnunar www.loftgæði.is. Þar er ráðlegast að fylgjast með SO2 til að skoða stöðuna. 

Mistur er einnig víða uppi á hálendinu, að sögn blaðamanns mbl.is sem var að koma niður af Arnarvatnsheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert