Röð út úr Leifsstöð

Innritunarröðin var löng í morgun.
Innritunarröðin var löng í morgun. mbl.is/Steinþór Guðbjartsson

Innritunarröð á Keflavíkurflugvelli náði út á götu í morgun. Samkvæmt upplýsingum mbl.is hófst innritun klukkan 4.30 í morgun og náði röðin út úr byggingunni skömmu síðar. 

24 brottfarir af Keflavíkurflugvelli eru áætlaðar fyrir hádegi í dag. Þá eru níu komur áætlaðar fyrir klukkan 12 í dag samkvæmt vef Isavia. 

Á miðnætti tóku gildi nýjar reglur á landamærunum vegna faraldursins. Nú þurfa bólusettir farþegar og farþegar með staðfesta fyrri sýkingu að sýna fram á neikvætt Covid-próf sem tekið var innan 72 tíma áður en komið er til landsins. Prófinu er þá framvísað áður en farið er um borð í flugvélina á leið til landsins, en bæði er tekið við PCR-prófum og svokölluðum antigen-hraðprófum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert