Þrír slasaðir eftir bílveltu

Bíll valt á Biskupshálsi, milli Grímsstaða á Fjöllum og Möðrudals.
Bíll valt á Biskupshálsi, milli Grímsstaða á Fjöllum og Möðrudals. Ljósmynd/Eva Björk

Bíll valt á Biskupshálsi um tvöleytið milli Grímsstaða á Fjöllum og Möðrudals. Fimm erlendir ferðamenn voru í bílnum. Þrír slösuðust og voru fluttir með sjúkrabíl til Akureyrar. 

Einn var með talsverða áverka á öxl og brjóstkassa en enginn er alvarlega slasaður. 

Fréttin hefur verið uppfærð

Ljósmynd/Eva Björk
mbl.is