Hætta að byggja vegna skjálftahættu

Húsavík stendur á einu virkasta jarðskjálftabelti landsins.
Húsavík stendur á einu virkasta jarðskjálftabelti landsins. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Húsnæðissamvinnufélagið Búfesti hsf. hefur rift samningi sínum við Faktabrygg ehf. um byggingu raðhúsa á Húsavík, þar sem í ljós kom að jarðskjálftavörnum í húsunum var ábótavant. Vikublaðið greinir frá.

Húsavík stendur á einu virkasta jarðskjálftabelti landsins og því kröfur um jarðskjálftavarnir strangari en víða annarsstaðar á landinu.

Gert var ráð fyrir að tvö raðhús, hvort um sig með sex íbúðum, yrðu tilbúin til afhendingar í lok janúar 2021 en síðastliðið haust kom í ljós að jarðskjálftavörnum í húsnæðinu var ábótavant – ekki var hægt að setja stálbita í húsin þar sem búið var að koma fyrir límtré.

Kostnaður vegna breytingana hleypur á tugum milljóna en búfesti hefur samkvæmt samningi greitt Fakta ehf. eftir framvindu. Þá segir í umfjöllun Vikublaðsins að greiðslur hafi ekki skilað sér til undirverktaka, sem lögðu niður störf fyrir tæpum tveimur mánuðum. Húsin standi því enn ókláruð. 

Ekki náðist í Eirík H. Hauksson framkvæmdastjóra Búfesta við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert