Katrín ruglaðist á grímuskyldu

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Ari

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ruglaðist á reglu um grímuskyldu þegar hún horfði á leik KR og Víkings í Lengjudeild kvenna úr áhorfendastúkunni á Meistaravöllum í gær.

Katrín sem var grímulaus á leiknum, sagði við blaðamenn fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag, að hún hafi hreinlega haldið að á leik utandyra, þar sem fjarlægð á milli fólks væri tryggð, þyrfti ekki að bera grímu. 

Katrín hefur verið gagnrýnd fyrir brjóta reglur um grímuskyldu eftir að fotbolti.net greindi frá því að „forsætisráðherra hafi mætt á völlinn en gleymt grímunni“.

Sagðist Katrínu þykja leiðinlegt að hún hafi brotið reglurnar með þessum hætti, hún hefði betur lesið yfir leiðbeiningar á covid.is betur fyrir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert