103 smit innanlands – meirihluti utan sóttkvíar

Skimun við kórónuveirunni Covid-19.
Skimun við kórónuveirunni Covid-19. mbl.is/Oddur

103 greind­ust með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær.

40 voru í sótt­kví við grein­ingu, eða tæp 39 prósent. 63 greindust utan sóttkvíar. 

1.493 eru nú í sóttkví og 872 í skimunarsóttkví og fjölgar í báðum flokkum sóttkvíar.

Átján eru inniliggjandi á sjúkrahúsi með Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu og fækkar um einn. Fjöldi látinna hækkaði um einn svo öruggt er að reikna með að fækkunin stafi af andlátinu. 

2749 sýni voru tekin í heildina svo að hlutfall jákvæðra sýna var 3,7 prósent.

Fimm smit greindust við landamæri Íslands. 

Þetta kem­ur fram á covid.is.

Fréttin verður uppfærð.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert