Appelsínugul viðvörun víða um land

Appelsínugul viðvörun er víða í gildi.
Appelsínugul viðvörun er víða í gildi. Kort/Veðurstofa Íslands

Appelsínugul viðvörun vegna veðurs er nú í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Vestfjörðum, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu.

Á Suðurlandi er spáð suðvestan 20 til 28 metrum á sekúndu. Mjög snarpar vindhviður verða við fjöll, allt að 40 metrar á sekúndu undir Eyjafjöllum.

Lélegt skyggni verður og slæmt ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að huga að lausamunum.

Á höfuðborgarsvæðinu er spáð norðvestan 15-25 m/s og rigningu. Snarpar vindhviður verða við fjöll og há hús.

Fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum sem geta fokið, að því er kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is