Skipulagsmál stoppa skotæfingar

Á skotíþróttasvæði SR er 18 brauta riffilsvæði, sem sést á …
Á skotíþróttasvæði SR er 18 brauta riffilsvæði, sem sést á mynd, og fjórir haglabyssuvellir. Ljósmynd/SR

Starfsemi skotvalla á Álfsnesi í Reykjavík samræmist ekki landnotkun samkvæmt aðalskipulagi. Aldrei var gert deiliskipulag af svæðinu. Þess vegna felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) úr gildi starfsleyfi Skotfélags Reykjavíkur (SR) og starfsleyfi Skotveiðifélags Reykjavíkur (Skotreynar).

ÚUA kvað upp tvo úrskurði föstudaginn 24. september sl. um starfsleyfi umræddra skotvalla. Í framhaldi af niðustöðu ÚUA afturkallaði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfsleyfi beggja svæðanna. Þau eru því lokuð. SR fékk endurnýjað starfsleyfi 11. mars sl. og Skotreyn 4. maí. Leyfin voru til tveggja ára.

Upphaf málarekstursins var þegar íbúar og landeigendur í nágrenni Álfsness kærðu ákvarðanir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að gefa út starfsleyfin. Þess var krafist að þau yrðu felld úr gildi. Jafnframt var þess krafist að hlutlausir aðilar mældu mengun í sjó og við strönd neðan við aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur og að óháður aðili verði fenginn til að gera hljóðmælingar, jarðvegsmælingar og mælingar á blýmengun við strönd og sjó norðan við aðstöðu Skotreynar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert