Skjálftar á Torfajökulssvæði fara minnkandi

Torfajökulseldstöðin þykir einstök bæði á landsvísu og heimsvísu. Þar er …
Torfajökulseldstöðin þykir einstök bæði á landsvísu og heimsvísu. Þar er stærsta líparítsvæði landsins og innan öskjunnar er einnig stærsta háhitasvæðið. mbl.is/RAX

Lágtíðni­skjálft­ar hafa haldið áfram að mæl­ast á Torfa­jök­uls­svæðinu en fara nú minnkandi, að sögn Lovísu Mjallar Guðmundsdóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Það eru um það bil fjórir skjálftar að koma á klukkutíma, þannig að það er að draga úr þessu,“ segir Lovísa Mjöll.

Skjálft­arn­ir hafa mælst á svæðinu frá því að fyrstu mæl­ar voru sett­ir upp árið 1986 en virkn­in undanfarið hefur verið sér­stæð að því leyti að hún var afar reglu­bund­in og áköf.

Þá segir Lovísa að ekki hafi verið nægjanlega gott skyggni í gær fyrir vísindaflug sem var áformað í grennd við Torfajökul um helgina. Því verður reynt aftur í dag.

Þar verður skoðað hvort áber­andi breyt­ing­ar hafa orðið á yf­ir­borðsvirkni á jarðhita­svæðum og tekn­ar verða mynd­ir af svæðinu til að nota við sam­an­b­urð síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert