Hefur lagt til hertar takmarkanir

Ráðherrar koma á Ríkistjórnarfuna í Ráðherrabústaðnum. Svandís Svavarsdóttir.
Ráðherrar koma á Ríkistjórnarfuna í Ráðherrabústaðnum. Svandís Svavarsdóttir. Árni Sæberg

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. Svandís vildi ekki tjá sig um efnislegt innihald minnisblaðsins en staðfestir við mbl.is að um sé að ræða tillögur að hertum samkomutakmörkunum.

„Já, þetta snýst um hertar takmarkanir. Við þekkjum það vel hvaða aðgerða er hægt að grípa til þegar að faraldurinn er í vexti og það er það sem ríkisstjórnin mun fjalla um á morgun,“ segir Svandís.

Hún segir þá einnig að minnisblaðið fjalli eingöngu um takmarkanir innanlands.

Herða takmarkanir og átak í bólusetningum

Spurð hvort hún hafi áhyggjur af minnkandi samstöðu hvað varðar takmarkanir innanlands segir Svandís:

„Það er auðvitað eitthvað sem að tíminn mun leiða í ljós. Samhliða þessum aðgerðum erum við að fara af stað í átak í örvunarbólusetningum sem munu vonandi auka ónæmi í samfélaginu. Við erum því að keyra á þessum tveimur þáttum, sem við vitum að virka, samtímis.“

Hún segir að hertar takmarkanir og baráttan við veiruna snúist helst um viðnámsþrótt Landspítala og heilbrigðiskerfisins.

18. nóvember ekki raunhæfur möguleiki

„Eins og allar þjóðir eru að glíma við um þessar mundir. Þetta snýst því bæði um að verja líf og heilsu fólks og að gæta þess að kúrfan rísi ekki það hátt að kerfið ráði ekki við þjónustuna.“

Að lokum segir Svandís það ekki raunhæfan möguleika lengur að takmörkunum innanlands verði aflétt 18. nóvember næstkomandi. „Ég held að við sjáum það öll núna að vöxtur faraldursins í samfélaginu er of mikill.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert