Landsmenn lesa minna en áður

Karlar lesa enn minna en konur.
Karlar lesa enn minna en konur. Ljósmynd/Aðsend

Þeim Íslendingum sem ekki lesa bækur fer fjölgandi á milli ára og konur lesa enn meira en karlar. Þá er hlustun á hljóðbækur óbreytt milli ára. Það er meðal þess sem kemur í ljós í nýrri könnun á lestri.

Könnunin leiddi í ljós að fólk las að meðaltali 2,3 bækur á mánuði, sem er svipað og áður en Covid-19-faraldurinn brast á en þá jókst bóklestur. Marktækur munur er á lestri milli aldurshópa en þeir sem eru 18 til 24 ára lásu til að mynda mun færri bækur en þeir sem eldri eru og hefur lestur dregist nokkuð mikið saman hjá þeim hópi samanborið við könnunina í fyrra.

Um 68% svarenda höfðu lesið eða hlustað á bók/bækur á síðastliðnum 30 dögum. Konur lesa að jafnaði 3,1 bók á nánuði en karlar 1,5.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert