Þéttingin veldur meiri dreifingu

Fólk leitar annað eftir byggingarlóðum ef Reykjavíkurborg hefur þær ekki á boðstólum, segir Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, sem leitt hafi til þess að íbúum í borginni hafi fækkað í fyrsta. Þéttingarstefna meirihlutans í ráðhúsinu hafi því snúist upp í andhverfu sína þegar fólk dreifist víðar um höfuðborgarsvæðið en úr höfuðborginni.

Þetta kemur fram í við viðtali við Eyþór í Dagmálum Morgunblaðsins í dag, netstreymi, sem opið er öllum áskrifendum.

Eyþór segir eðilegt að reynt sé að þétta byggð í borginni, en að það verði að gera með skynsamlegum hætti. Ef aðeins er gefið færi á að byggja á þéttingarreitum verður lítið um ódýrt og hagkvæmt húsnæði, því þéttingin sé dýr og íbúðarkaupar beri þann kostnað í fyllingu tímans. Þess vegna vilji sjálfstæðismenn ráðast í uppbyggingu á Keldnalandinu nú þegar, sem hafi raunar staðið til að gera þegar á árinu 2019.

Samgöngur eiga margvíslega snertifleti við húsnæðismálin og daglegt líf í borginni, en Eyþór segir meirihlutann í borginni sitja fastan í að ekkert megi gera fyrir en borgarlínan kemur til skjalanna, sem geti tekið mörg ár og enginn viti hvernig verði á endanum. Ljóst sé að hún muni ein og sér ekki leysa vandann, en nú þegar þurfi að taka til hendinni í samgöngumálum. Þar þurfi aðgerðir strax.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert