Norðanhvassviðri og hríð

Eins og sjá má verða viðvaranir í gildi fyrir stærstan …
Eins og sjá má verða viðvaranir í gildi fyrir stærstan hluta landsins. Ljósmynd/Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á nánast öllu landinu vegna norðanhvassviðris og hríðar frá því í kvöld og fram á morgun. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Viðvaranir verða í gildi frá klukkan níu í kvöld á Vestfjörðum og færast þaðan yfir á Norðurland, miðhálendið, Suðausturland og Austurland síðar í kvöld og nótt.

Spár gera ráð fyrir 15-23 m/s, snjókomu, skafrenningi og varasömu eða engu ferðaveðri.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert