Þriggja stiga skjálfti fannst í Grindavík

Grindavík.
Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð 4,8 km norðaustur af Grindavík um klukkan 10.45 í morgun.

Að sögn Sigþrúðar Ármannsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, varð skjálftinn ofan á þekktri sprungu og er ekkert óvenjulegt við hann.

Hann varð ekki nálægt gosstöðvunum í Geldingadölum og tengist þeim því ekki neitt.

Tvær tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá Grindavík um að skjálftinn hafi fundist í bænum.

mbl.is