Íslensk kona ákærð fyrir mansal

Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness.
Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Íslensk kona hefur verið ákærð fyrir mansal, með því að hafa fjögur stjúpbörn sín í nauðungarvinnu þegar þau voru á barnsaldri. Í ákæru héraðssaksóknara er hún sögð hafa nýtt hluta af launum barnanna til að láta reisa fyrir sig hús erlendis.

Ríkisútvarpið greinir frá en í umfjöllun miðilsins segir að þetta sé í fyrsta sinn í áratug sem ákært sé fyrir mansal hér á landi. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum.

Látin vinna allt að þrettán klukkustundir á dag

Konan er í ákæru sögð hafa verið gift föður barnanna og flutt þau hingað til lands. Hún mun hafa hýst þau og útvegað þeim vinnu hjá fyrirtæki þar sem hún var verkstjóri og stýrði daglegum rekstri.

Þrjú barnanna hafi verið látin vinna allt að þrettán klukkustundir á dag, sex til sjö daga í viku. Fjórða barnið hafi þá unnið í allt að tvær klukkustundir á dag, þrjá daga vikunnar.

Laun barnanna, rúmar 16 milljónir, hafi konan nýtt í eigin þágu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert