Skjálfti upp á fjóra

Frá eldgosinu í Geldingadölum síðastliðið sumar.
Frá eldgosinu í Geldingadölum síðastliðið sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálfti af stærðinni 4,0 varð við Fagradalsfjall skömmu fyrir klukkan fimm í morgun en hann fannst vel á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.

Var þetta fimmti skjálftinn af stærðinni fjögur eða stærri sem orðið hefur í skjálftahrinunni sem hófst fyrir tveimur dögum í grennd við eldstöðvarnar í Geldingadölum.

Alls hafa yfir 4000 skjálftar mælst frá upphafi hrinunnar. Stærsti skjálftinn var 4,9 að stærð kl. 09:23 í gær og fannst hann vel á suðvesturhorninu.

Þetta kemur fram í yfirliti á vef Veðurstofunnar vegna jarðskjálftahrinunnar við Fagradalsfjall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert