Fimm yfir 3 að stærð við Fagradalsfjall í nótt

Sandfell í forgrunni. Handan þess fyrir miðju rís Fagradalsfjall.
Sandfell í forgrunni. Handan þess fyrir miðju rís Fagradalsfjall. mbl.is/Skúli Halldórsson

Síðan á miðnætti hafa sex skjálftar sem mældust þrír eða stærri riðið yfir á landinu. Fimm þeirra voru við Fagradalsfjall, samkvæmt tölum á vef Veðurstofu Íslands. Stærsti skjálftinn varð klukkan 01:41 í nótt, en hann mældist 4,0.

Talsvert skelfur áfram við Fagradalsfjall og þótt enginn yfir 3 hafi mælst frá því á öðrum tímanum í nótt hafa á þriðja hundrað skjálftar á bilinu 2-3 mælst við Fagradalsfjall í nótt og fram á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert