Tillögur að þéttingu við Bústaðaveg lagðar til hliðar

Horft eftir Gautlandi og Bústaðavegi. Verslunarkjarninn Grímsbær sést í fjarska.
Horft eftir Gautlandi og Bústaðavegi. Verslunarkjarninn Grímsbær sést í fjarska. mbl.is/Árni Sæberg

Hugmyndir um þéttingu við Bústaðaveg hafa verið lagðar til hliðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Fram kemur, að í bókun meirihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, eftir kynningu á könnuninni í dag, sé þeirri miklu og blómlegu umræðu sem hafi átt sér stað um vinnutillögur að hverfisskipulagi Háaleitis og Bústaða fagnað.

„Ljóst er að tillögur að þéttingu byggðar meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ hafa mætt andstöðu meðal margra íbúa í hverfinu. Mikilvægt er að hlusta á þessar raddir íbúa og réttast er að leggja þessar hugmyndir um þéttingu við Bústaðaveg til hliðar og leita annarra lausna sem byggja á breiðari sátt og draga úr umferðarhraða, bæta hljóðvist og tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á svæðinu eins og kallað hefur verið eftir,“ segir ennfremur í bókuninni. 

Þá segir, að lagt sé til að unnið verði úr athugasemdum og niðurstöðum Gallup-könnunar og netsamráðs með áherslu á að skoða umdeild atriði. Sérstök áhersla verði á afmarkað þróunarsvæði á Bústaðavegi við Grímsbæ. Stefnt er að því að kynna nýjar tillögur sem fyrst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert