Jökulhlaup ekki talið líklegt

Eðlilegt er að það skjálfi í Kötlu, að sögn náttúruvársérfræðings.
Eðlilegt er að það skjálfi í Kötlu, að sögn náttúruvársérfræðings. mbl.is/Sigurður Bogi

Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfar skjálftans í Mýrdalsjökli í gær en þó eru engin merki um gosóróa, að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Skjálftinn var fjórir að stærð og er hann sá stærsti frá því árið 2017, en skjálftar af svipaðri stærðargráðu mældust einnig árin 2012 og 2016. 

Hulda segir að ekki sé um óeðlilega virkni að ræða enda hefðbundið að það skjálfi í Kötlu af og til. Þá hefur ekki mælst aukin rafleiðni í því vatni sem rennur undan jöklinum og því jökulhlaup ekki talið í kortunum.

Sérfræðingar Veðurstofunnar munu þó halda áfram að fylgjast með gangi mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert