Appelsínugul viðvörun fyrir vestan

Kort/Veðurstofa Íslands

Appelsínugul viðvörðun verður í gildi á Vestfjörðum og á Breiðafirði í dag.

Á Vestfjörðum tekur viðvörunin gildi klukkan 8 og lýkur á miðnætti. Spáð er norðaustan stormi með vindhraða á bilinu 18 til 28 m/s

Á Breiðafirði tekur viðvörunin gildi klukkan 9 og þar er spáð vindhraða á bilinu 18 til 25 m/s.

Samgöngutruflanir eru líklegar og það er ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi, að því er kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Gul viðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 9 en á Norðurlandi eystra klukkan 12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert