Bíll varð alelda við Bónus í Hveragerði

Ljósmynd/Donatas Arlauskas

Brunavarnir í Árnessýslu slökktu eld í sendibifreið fyrir utan Bónus í Hveragerði laust fyrir klukkan ellefu í morgun.

Var bíllinn orðinn alelda þegar slökkviliðið bar að garði frá slökkvistöðinni í Hveragerði. 

Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir í samtali við mbl.is að slökkvistarf hafi gengið vel fyrir sig og tekið stuttan tíma. Engum hafi orðið meint af. 

Sjónarvottar segja viðbragð slökkviliðsins hafa verið innan við tíu mínútur frá útkalli og að starfsmenn Bónus hafi þegar verið komnir út og byrjaðir að kæla vegginn svo að eldur bærist ekki í verslunina. 

Ljósmynd/Donatas Arlauskas
Ljósmynd/Alexander Svölnir Sigurðsson
Ljósmynd/Alexander Svölnir Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert