850 frá Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd

849 flóttamenn með tengsl við Úkraínu hafa komið til landsins …
849 flóttamenn með tengsl við Úkraínu hafa komið til landsins og sótt um alþjóðlega vernd frá því að stríðið hófst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðustu sjö daga hafa 35 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi eða í kringum 5 einstaklingar á dag. Ef sambærilegur fjöldi verður næstu vikur má gera ráð fyrir 128 manns næstu fjórar vikurnar.

Frá áramótum hafa 1302 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þar eru einstaklingar frá Úkraínu fjölmennastir, eða 850 einstaklingar, en þar á eftir eru einstaklingar frá Venesúela, eða 263 einstaklingar. Alls skiptast umsækjendur á 33 ríkisföng segir í stöðuskýrslu landamærasviðs Ríkislögreglu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert