198 milljónir í bætur til þolenda afbrota

Í fyrra bárust 469 umsóknir þolenda um bætur. Ljósmyndin er …
Í fyrra bárust 469 umsóknir þolenda um bætur. Ljósmyndin er sviðsett. mbl.is/G.Rúnar

Ríkið greiddi alls um 198 milljónir króna í bætur til þolenda afbrota í fyrra en bótanefnd vegna þolenda afbrota bárust 469 umsóknir um bætur á seinasta ári. Umsóknirnar voru þó lítið eitt færri í fyrra en á árinu 2020, en það ár fóru þær yfir 500.

Heildarfjárhæð greiddra bóta var hins vegar um 30 milljónum króna hærri í fyrra en árið á undan. Bæturnar sveiflast nokkuð á milli ára að sögn Halldórs Þormar Halldórssonar, ritara bótanefndar. Það skýrist af því að fjöldi umsókna er breytilegur, auk þess sem sum brot geta leitt af sér háar greiðslur. 

Nánar má lesa um málð í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »