Útbreiddara meðal yngra fólks

Alls tóku 916 einstaklingar þátt í rannsókninni.
Alls tóku 916 einstaklingar þátt í rannsókninni. AFP

Sjötíu til áttatíu prósent fólks á aldrinum tuttugu til sextíu ára höfðu smitast af Covid-19 í byrjun apríl 2022. Einungis fimmtíu prósent einstaklinga á aldrinum sextíu til áttatíu ára sýndu merki um fyrra smit. 

Eru þetta niðurstöður rannsóknar sem sóttvarnalæknir og Íslensk erfðagreining stóðu fyrir til þess að kanna útbreiðslu á Covid-19 á Íslandi. 

Rannsóknin var gerð í byrjun apríl á höfuðborgarsvæðinu. Til að kanna yfirstaðið smit voru mótefni gegn veirunni mæld og einnig var tilvist veirunnar í nefkoki könnuð með PCR prófi. Alls tóku 916 einstaklingar þátt í rannsókninni.

mbl.is