Lítið sem ekkert landris mælist

Landris mælist lítið sem ekkert og skjálftar eru minni.
Landris mælist lítið sem ekkert og skjálftar eru minni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hægst hefur á landrisi og aflögun við Þorbjörn og Svartsengi undanfarna daga, að því er GPS-mælingar á umbrotasvæðinu norðan Grindavíkur sýna.

Stöðugt landris hafði mælst þar síðustu vikur og Þorbjörn lyfst um allt að 60 millimetra síðan í apríl en síðustu merkingar sýna hins vegar lítið sem ekkert landris. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruváshóps Suðurlands.

Dregið hefur sömuleiðis mjög úr jarðskjálftavirkni á svæðinu – enginn skjálfti á Reykjanesskaga hefur náð þremur stigum að stærð frá síðasta mánudegi, þó af og til verði smærri skjálftar, sem íbúar í Grindavík verða varir við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert