60% af tekjum bæjarsjóðanna fara í laun

Rekstur sveitarfélaga landsins var neikvæður um 8,8 milljarða króna á síðasta ári. Er það svipuð niðurstaða og árið á undan. Það gerist þrátt fyrir að tekjur sveitarsjóðanna (A-hlutans) hafi hækkað um 9,6%, heldur meira en útgjöldin. Laun og launatengd gjöld sveitarfélaganna hækkuðu um 10% á milli ára og fara um 60% af heildartekjum sveitarfélaganna í launagreiðslur.

Koma þessar upplýsingar fram í samantekt hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga á ársreikningum A-hluta 64 af þeim 69 sveitarfélögum sem voru starfandi á síðasta ári. Í þeim búa yfir 99% landsmanna.

Ítarlegri umfjöllun um málið er að finna í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert