Kolbrúnu sagt upp hjá Fréttablaðinu

Kolbrún Bergþórsdóttir.
Kolbrún Bergþórsdóttir. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Kolbrúnu Bergþórsdóttur hefur verið sagt upp störfum hjá Fréttablaðinu. Þetta staðfestir hún í samtali við mbl.is.

Hún fékk þær upplýsingar að ástæðan fyrir uppsögninni væri hagræðing. Þá segir hún uppsögnina ekki hafa komið sér mjög á óvart. 

„Ég hélt þetta myndi gerast fyrr,“ bætir hún við.

Kolbrún segist ekki vita hvað hún taki sér næst fyrir hendur en hún ætlar að njóta sumarsins og treysta á almættið.

„Ég hugsa aldrei um fortíðina og hef engar áhyggjur af framtíðinni.“

mbl.is