Snéru við vegna slæms skyggnis

Vél Icelandair sem fara átti til Akureyrar frá Reykjavík um …
Vél Icelandair sem fara átti til Akureyrar frá Reykjavík um átta leytið þurfti að snúa við vegna slæms skyggnis. mbl.is/Eggert

Vél Icelandair sem fara átti til Akureyrar frá Reykjavík um átta leytið þurfti að snúa við vegna slæms skyggnis.

„Það voru slæm veðurskilyrði, slæmt skyggni á akureyrarflugvelli. Þannig að hún snéri við,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, og  bætir við að um venjulegt verklag sé að ræða.

Að sögn Ásdísar var vélinni snúið við og lenti hún um hálf níu leytið í Reykjavík. Hún segir að vélin er á áætlun klukkan 11:45 og leggur af stað frá Akureyri kl 13:00.

mbl.is