Kvika frá þremur mismunandi stöðum

Gosið vakti mikla athygli bæði hér innanlands og utan landssteinanna.
Gosið vakti mikla athygli bæði hér innanlands og utan landssteinanna. mbl.is/Árni Sæberg

Útlit er fyrir að kvikan sem kom upp í eldgosinu við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga eigi rætur sínar að rekja til að minnsta kosti þriggja mismunandi upprunastaða eða þátta í möttlinum undir Reykjanesskaga. Staðirnir eru hver um sig með sína einkennandi efnasamsetningu.

Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Nature Communications nýverið.

Eldgosið hófst þann 19. mars í fyrra. Yfirlýsingar um að því væri lokið bárust svo í desembermánuði sama ár.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor við Háskóla Íslands.
Þorvaldur Þórðarson, prófessor við Háskóla Íslands. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Jarðvísindamennirnir Þorvaldur Þórðarson og Ármann Höskuldsson eru á meðal höfunda greinarinnar en þeir starfa báðir við Háskóla íslands, Þorvaldur sem prófessor og Ármann sem rannsóknarprófessor. Þá kom jarðvísindamaðurinn William M. Moreland einnig að greininni en hann starfar sömuleiðis við Háskóla Íslands.

Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands.
Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Einstakt tækifæri

Eldgosið í Fagradalsfjalli gaf vísindamönnum víða um heim einstakt tækifæri til að skyggnast niður í iður jarðar ef þannig má að orði komast. Vísindafólkið gat þannig rannsakað kviku sem hafði vel fyrir gos streymt upp úr möttlinum frá meira en 20 km dýpi og safnast í stóra geymsluþró í neðri skorpunni á um 15 til 20 km dýpi,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands um málið. 

Rannsóknarteymi frá Íslandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Þýskalandi nýtti sér þetta tækifæri, safnaði sýnum á nokkra daga fresti út allt gosið til þess að fylgjast með breytingum og þróun á efnasamsetningu kvikunnar í smáatriðum og því sem næst í rauntíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert