Útvarpsstjóri sammála niðurstöðu um lögbrot

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. mbl.is/Sigurður Bogi

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri segist í samtali við mbl.is vera sammála úrskurði fjöl­miðlanefndar um að Rík­is­út­varpið ohf. hafi brotið gegn lög­um um Rík­is­út­varpið með kost­un á þátt­un­um Tóna­flóð um landið, sem sýnd­ir voru í sjón­varp­inu sumr­in 2020 og 2021.

Eftir að hafa farið yfir þetta erum við sammála því sem þar kemur fram,“ segir Stefán en brotið snýst að því að þættirnir gætu ekki talist íburðarmiklir dagskrárliðir í skilningi undantekningarákvæðis 2. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið.

Því hefðu þeir ekki heimild til þess að rjúfa dagskrá með auglýsingahléum.

„Þetta gerist í miðju Covid þegar að verið er að bregðast við með breytingum á dagskrá í samræmi við sóttvarnatakmarkanir. Það var ekki gætt nægilega vel að þessu í mati á því hvernig væri hægt að haga þessu,“ segir Stefán. 

Taldi nefndin hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 1.500.000 kr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert