Flogið til Hornafjarðar

Vigdís María Borgarsdóttir.
Vigdís María Borgarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

„Í flugsögu heimsins er Hornafjörður staður sem munar um,“ segir Vigdís María Borgarsdóttir. Þar eystra stendur hún vaktina á Hornafjarðarflugvelli og afgreiðir vélar Ernis sem þangað og þaðan eru með reglulegt áætlunarflug. Raunar hefur Vigdís verið viðloðandi starfsemina á flugvellinum frá barnsaldri og er fimmti ættliðurinn sem þar starfar. Af því öllu hefur orðið til mikil saga sem með myndum og skráðum heimildum er efniviður í sýningunni Flugsaga Hornafjarðar sem opnuð var um síðustu helgi.

Dakota og Fokker

„Flugið hefur alltaf heillað mig,“ segir Vigdís. Hún kveðst hafa verið mikil afastelpa og var mikið á vellinum á Hornafirði þar sem Vignir Þorbjörnsson starfaði í rúma hálfa öld og hafði flugafgreiðslu með höndum. Vignir lést í byrjun árs 2019, hefði orðið 75 ára síðastliðinn laugardag, 25. júní. Er sýningin, sem Vigdís og Ragnhildur Lind systir hennar standa fyrir, einmitt í minningu Vignis, sem jafnan var kallaður Bói. Fjölmargir lögðu sýningunni lið, með þakkarverðum stuðningi.

Þegar Flugfélag Íslands hóf flug til Hornafjarðar árið 1939 var notast við flugbraut á Suðurfjörum. Afgreiðslu hafði með höndum Sigurður Ólafsson skipstjóri, en mikilvægt þótti að hafa traustan sjómann í starfinu enda þurfti á bát frá Höfn til þess að komast í flug. Síðar tóku Þorbjörn sonur Sigurðar og Ágústa Vignisdóttir kona hans við afgreiðslunni og fyrrnefndur Vignir árið 1970. Um skeið starfaði Þorbjörn sonur hans á flugvellinum, en Vigdís María, fimmti ættliðurinn, tók svo við keflinu í lok árs 2015.

Lengri umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í gær, föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert