Sveifla sem er fjandsamleg minnihlutahópum

„Hún birtist á alls konar hátt, þessi stjórnun, eða ögun, …
„Hún birtist á alls konar hátt, þessi stjórnun, eða ögun, á hinseginleikanum. Með fúkyrðum, með því að uppnefna fólk, með því að beita það ofbeldi,“ segir Íris í samtali við Morgunblaðið. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson

Atvik þar sem hópur ungra karlmanna gelti á tvo karla, þar sem þeir fögnuðu saman brúðkaupsafmæli sínu á föstudag, vakti mikla athygli í kjölfar umfjöllunar mbl.is um helgina. Síðan þá hafa fleiri stigið fram og greint frá svipuðum atvikum á samfélagsmiðlum.

Íris Ellenberger, dósent í samfélagsgreinum við Háskóla Íslands með sérhæfingu í sögu hinseiginleikans, segir bakslag í réttindabaráttunni hafa orðið til þess að hatur í garð hinsegin fólks komist frekar upp á yfirborðið en tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Hún segist sjálf þekkja til tilviks þar sem gelt var á tólf ára barn fyrir það eitt að „falla ekki að kynjuðum útlitsstöðlum“.

„Hún birtist á alls konar hátt, þessi stjórnun, eða ögun, á hinseginleikanum. Með fúkyrðum, með því að uppnefna fólk, með því að beita það ofbeldi,“ segir Íris í samtali við Morgunblaðið.

Af jaðrinum í almenna umræðu

Hún segir öfgahyggju nú samþykktari en hún var og að umræðan hafi færst af jaðrinum og inn í hina almennu stjórnmálaumræðu.

„Maður sér bæði stjórnmálafólk og ýmsa opinbera aðila tala gegn hinsegin fólki, sem síðan gefur öðrum leyfi til þess að feta sömu leið,“ segir hún og bætir við að víða sé grafið undan réttindum hinsegin fólks. Dæmi séu um að aðilar sem tala gegn réttindum hinsegin fólks fái grundvöll fyrir skoðanir sínar í fjölmiðlum í Bandaríkjunum, Bretlandi og nú nýlega Noregi.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert