Hröð þróun í virkjun vindorku

Guðlaugur Þór Þórðarson ,umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson ,umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég tel að það verði erfitt að ná loftslagsmarkmiðum Íslands nema með nýtingu vindorku,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. „Það þarf að finna jafnvægi á milli verndunar og orkunýtingar. Þess vegna er betra að hafa fjölbreyttari orkukosti en færri.“

Guðlaugur hefur skipað starfshóp til að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um nýtingu vindorku. Formaður starfshópsins er Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og auk hans eru í hópnum Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi ráðherra umhverfis- og auðlindamála, og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi alþingismaður. Starfshópurinn á að skila tillögum til ráðherra fyrir 1. febrúar 2023.

„Við erum rétt að byrja á virkjun vindorku hér, á sama tíma og aðrar þjóðir eru komnar misjafnlega mikið lengra. Við getum því lært af mistökum annarra og eins af því sem vel hefur gengið. Það er mikilvægt að útbúa regluverkið áður en haldið er af stað,“ segir Guðlaugur. „Það er ljóst að þróunin í virkjun vindorku verður gríðarlega hröð á næstu árum. Það segir í stjórnarsáttmálanum að setja skuli sérstakt regluverk um nýtingu vindorku. Það er mikilvægt að um hana verði sem breiðust sátt.“

Þegar mati og greiningu er lokið er starfshópnum ætlað að gera drög að lagafrumvarpi. 

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert