Stjórnlögum fækki

Björn Zoëga.
Björn Zoëga. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, sem í gær var skipaður stjórnarformaður Landspítalans, segir að fækka þurfi stjórnlögum á spítalanum og einfalda hlutina.

„Eins og vill oft verða á svona stofnunum, og ég kannast við það frá öðrum sjúkrahúsum líka, erum við komin með of margt fólk sem er ekki að vinna við það að þjónusta sjúklinga. Fjöldi þeirra hefur aukist meira en þeirra sem vinna í beinu sambandi við sjúklinga, og það gengur ekki upp til lengri tíma. Það þarf ákveðið jafnvægi í því. Við þurfum að fækka stjórnlögum og einfalda hlutina.“

Hann segir að ekki hafi náðst að þróa spítalann og rekstur hans nægilega vel. Gera þurfi betur ef ætlunin er að reka nútíma háskólasjúkrahús. „Ég hef þó trú á því að það sé hægt að gera og í nýrri stjórn situr öflugt fólk sem getur aðstoðað nýjan forstjóra við að breyta því sem þarf að breyta.“

– Og hvað er það helst?

„Fljótt á litið þarf að einfalda stjórnskipulagið,“ svarar Björn að bragði.

Hann segir jafnframt að reksturinn snúist í grunninn um að sjúkrahús fái greitt fyrir þá þjónustu sem þau veita. Það megi kalla framleiðslutengda eða þjónustutengda fjármögnun. 

Lesa á nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert