Þurfum að flytja inn tugi þjóna og kokka

Ferðamannasprengjan hin síðari, sem hófst nú í sumar, framkallar margvíslegar áskoranir fyrir ferðaþjónustuna og þau fyrirtæki sem selja þjónustu. Eftirspurn eftir faglærðu fólki á borð við þjóna og matreiðslumenn er gríðarleg og það sama má segja um leiðsögumenn.

Jóhannes Þór Skúlason segir ljóst að við þurfum að flytja inn tugi þjóna og kokka og það helst strax. Hann hefur áhyggjur af því að mjög fáir eru að stunda nám í þessum greinum og vill taka upp raunfærnimat til að fjölga þeim sem eru tilbúnir til að fara í þetta nám. Það þurfi að búa til sveigjanleika á þessu sviði, bæði um inngöngu og útskrift og þar telur hann rétt að atvinnulífið og stjórnvöld finni leið sem öllum hugnast.

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar er gestur Dagmála í dag. Hér má sjá brot úr þættinum en hann er aðgengilegur áskrifendum í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert