Fylgst með umferðinni úr lofti um verslunarmannahelgina

Guðmundur Vignisson lögreglumaður yfirfer hraðamyndavél í skýli Landhelgisgæslunnar fyrir þyrluflug.
Guðmundur Vignisson lögreglumaður yfirfer hraðamyndavél í skýli Landhelgisgæslunnar fyrir þyrluflug. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan verður með öflugt eftirlit með bílaumferð um verslunarmannahelgina. Liður í því er að lögreglumenn munu fylgjast með umferðinni úr þyrlu Landhelgisgæslunnar og stöðva ökumenn, sem ekki fylgja umferðarreglum.

Á myndinni sést Guðmundur Vignisson, lögreglumaður á Akureyri, yfirfara hraðamælingartæki en hann flaug með TF-GNÁ frá Reykjavík yfir hringveginum til Akureyrar í gær. Í dag mun lögreglumaður á Hvolsvelli fara með þyrlunni og fylgjast með umferð á vegum á Suðurlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »