Tíu brugghús komin með leyfi

Ægisgarður brugghús.
Ægisgarður brugghús. mbl.is/Hari

Laufey Sif Lárusdóttir, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, segir um það bil tíu handverksbrugghús komin með leyfi frá sýslumanni til að selja eigin framleiðslu út af framleiðslustað, nú um það bil mánuði eftir að lög sem heimila slíka sölu tóku gildi hinn 1. júlí sl. Fram að því þurftu neytendur að fara í gegnum ÁTVR til þess að kaupa vöruna.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Laufey segir að um sé að ræða stórt skref í sögu matar- og drykkjarferðamennsku hér á landi, sístækkandi greinar sem Ísland geti loks tekið þátt í.

„Svo sannarlega hefur þetta bætt mikið aðgengi ferðamanna, sem eru að heimsækja brugghús víðsvegar um allt land, til þess að taka minjagripi með sér heim. Þetta er mun skemmtilegra starfsumhverfi sem við erum hluti af núna.“

Bjór nú ferskvara

Laufey nefnir að handverksbjór flokkist nú sem ferskvara.

„Það að geta keypt bjór sem er bruggaður á staðnum, kannski fyrir örfáum vikum, kominn á flöskur í gær og seldur í dag. Þetta eru forréttindi fyrir viðskiptamenn að geta keypt slíka vöru, eins og hún á eiginlega að smakkast,“ segir Laufey.

Hún segir næsta slaginn vera að áfengislöggjöfin verði endurskoðuð með það fyrir augum að lækka áfengisgjöld á smáframleiðendur.

Meira má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Laufey Sif Lárusdóttir.
Laufey Sif Lárusdóttir. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert