Maðurinn sem ekið var á látinn

Banaslys varð í umferðinni á Akureyri í gær.
Banaslys varð í umferðinni á Akureyri í gær. mbl.is/Sverrir

Maður á áttræðisaldri sem ekið var á í miðbæ Akureyrar í gær, þriðjudag, lést af sárum sínum síðdegis í dag.

Frá þessu greinir lögreglan á Norðurlandi eystra á Facebook-síðu sinni.

Maðurinn var að ganga yfir götu er hann varð fyrir bifreið og eru tildrög slyssins nú til rannsóknar hjá embættinu.

mbl.is