Engar takmarkanir á bólusetningu barna

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir smitsjúkdómalæknir.
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir smitsjúkdómalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, kveðst ekki sjá nein rök fyrir því íslensk yfirvöld fari að fordæmi Danmerkur hvað varðar takmarkanir á bólusetningum barna gegn Covid-19 í haust.

Þá hafa yfirvöld í Danmörku ákveðið að takmarka bólusetningar einstaklinga 18 ára og yngri í ljósi þess að þær virtust ekki draga úr smitum þar síðastliðin vetur. 

Börn gagnist af bólusetningum 

Kamilla segir að börn geti haft gagn af bólusetningum bæði af læknisfræðilegum og „skriffinskulegum“ ástæðum. 

„Það er sumstaðar ennþá þannig að það er auðveldara að ferðast ef þú ert með bólusetningarskírteini og margir hafa læknisfræðilegt gagn af þeim, þar sem þær virðist draga úr óþarfa veikindum."

Hún segir ennfremur að enn séu til bóluefni ætluð þessum aldurshópi og því ekki stefnan að takmarka bólusetningar sé spurn eftir þeim. 

Engar takmarkanir í haust

Kamilla segir að engar samkomutakmarkanir séu fyrirhugaðar fyrir haustið og þær verði ekki lagðar til nema einhver vending komi í faraldurinn. „Við lögðum allar takmarkanir niður í febrúar þegar smitin voru mörg og það þyrfti miklar breytingar frá því ástandi til þess að við færum aftur í takmarkanir." 

Hins vegar segir hún að hugsanlega verði einhvers konar stofnanabundnar ákvarðanir um takmarkanir eins og hafa verið á Landspítalanum. 

Þá bendir Kamilla á að í marga áratugi hafi verið settar takmarkanir á heimsóknir á spítölum vegna smitsjúkdóma, t.d. þegar inflúensutímabil ganga yfir og þegar RS-vírus gengur yfir. Þá sé heimsóknir takmarkaðar á ákveðnum deildum. 

Smitum fjölgi með haustinu

Undanfarnar vikur hafa smittölur vegna Covid-19 verið tiltölulega lágar, samanborið við byrjun sumar. Á sama tíma hafa færri farið í PCR-próf. 

„Smitin hafa verið að malla síðustu vikur og eru alla jafnan að greinast á bilinu 100-160 á dag, en þegar fólk sér frekari ástæðu fyrir því að fara í próf munu þessar tölur hækka mjög.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert