Óljóst hvað olli minni gosóróa

Gosórói svokallaður datt tímabundið niður í morgun en ekki er …
Gosórói svokallaður datt tímabundið niður í morgun en ekki er vitað hvað veldur að sögn náttúruvársérfræðings. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Óróinn datt niður í klukkutíma í morgun. Við vorum að velta því fyrir okkur hvort eitthvað hefði dottið úr gígnum eða virknin eitthvað minnkað en það er ekki að sjá,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um minnkaðan gosóróa í Meradölum í morgun.

Gosórói svokallaður er mældur með tíðnimælum í einingunni hertz. „Þetta mælir í raun titring í jörðinni,“ segir Lovísa Mjöll og bætir því við að hún og hennar fólk séu nú að reyna að tengja þennan tímabundna minnkaða gosóróa við aðra þætti gossins.

„Okkur hefur nú ekki tekist það akkúrat núna, það er spurning hvort einhverjir grunnir gangar hafi verið að troða sér þarna en ekki komist á yfirborðið en í raun vitum við ekki fyrir víst hvað veldur þessu,“ segir Lovísa Mjöll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert