Alvarleg netárás á Tækniskólann

Tækniskólinn í Reykjavík.
Tækniskólinn í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Alvarleg netárás var gerð á Tækniskólann í Reykjavík snemma í morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá skólanum. 

Truflanir höfðu orðið á innra neti skólans og í fyrstu var talið að um bilun væri að ræða. 

Eftir bilanagreiningu kom í ljós að um netárás var að ræða og vinnur tölvudeild skólans nú hörðum höndum að því að komast til botns í málinu. 

Leitað hefur verið til sérfræðinga á sviði netöryggismála og Tækniskólinn hefur beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert